Það líður ekki sá dagur í lífi verslunarmanns að viðskiptavinur detti inn úr dyrunum og biður um þverslaufu… hjá ungum mönnum eru þverslaufur nefninlega orðnar “hipp og kúl” sem þær reyndar eru, þrátt fyrir að hafa þurft að þola þá klisju að þær séu afa og jafnvel nördalegar.
Hvaða dama í gegnum tíðina hefur ekki hrifist af nördalegum gáfumanni með gleraugu og þverslaufu? Marilyn Monroe var ein gyðjan sem giftist Arthur Miller en þar var traustur gáfumaður á ferð sem var einnig eitt helzta leikskáld bandaríkjanna. Hann bar þverslaufu við betri tækifæri.
Sjálf verð ég að viðurkenna að ég fæ alltaf í hnén þegar ég sé Sean Connery í hlutverki ungs James Bonds í smóking jakkafötum, þverslaufu með Martiniglas í annarri hendi og byssu í hinni… eða sem prófessorin og faðir Harrison Ford í Indiana Jones klæddur tweed jakka með þverslaufu fagurlega hnýtta um hálsinn úff -þar er komin einn pabbinn sem er heitari en sonurinn!
Og hver hefur ekki séð Brad Pitt og George Clooney í glansandi svörtum smóking jakkafötum skjannahvítri skyrtu og já þverslaufuna á sínum stað svona mætti lengi telja niðurstaðan er sú -ekkert eins eggjandi. Ég verð því að viðurkenna að ég er ein af þeim mörgu konum sem hrífist hafa af þverslaufum á karlmönnum -karlmönnum “sem þora” að vera aðeins öðruvísi.
Gat því ekki annað en brosað þegar ég sá þessa auglýsingu frá hinni brjálæðislega kúl verslun Opening Ceremony, sem eru staðsettar í New York og Los Angeles. Þær réðu til sín tvo flotta og heita karlhunda af bulldog kyninu, til að módela þverslaufurnar fyrir verslun þeirra.
Brjálæðislega snjöll og skemmtileg auglýsing mér finnst þeir hundarnir standa sig vel í fyrirsætuhlutverkinu og frekar krúttlegt.. þeir bræddu allavega hjarta mitt!
http://www.openingceremony.us/
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.