Breska fyrirtækið All Saints á sér allmarga aðdáendur hérlendis enda bæði svalt og fágað í senn.
Herralínan frá þeim fyrir haust og vetur 2012 stendur undir væntingum en hér gætir mikilla áhrifa frá mótorhjólatöffurum 50’s áranna yfir í RockaBilly stemmningu. Leðurjakkar og aðsniðnar gallabuxur með broti, fallegar prjónapeysur, skór með rækilega þykkum sóla og einstaklega vel sniðnir jakkar. Á sama tíma er þetta allt jarðbundið sem ætti að höfða sterklega til íslensku strákanna.
Stemmningin minnir í senn á James Dean, Jerry lee Lewis og Jude Law… ekki leiðum að líkjast. Kíktu við í All Saints ef þú skyldir ferðast út fyrir landið í sumar…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.