Alexander Wang er einn flottasti hönnuður okkar tíma en þessa dagana vinnur hann hörðum höndum að herrafatalínu fyrir vorið 2012 – og ég bíð spennt eftir frumsýningunni.
Þrátt fyrir það stóra verkefni að hanna herrafatalínu er nafn hans nú þegar mjög þekkt í tískuheiminum fyrir fallegar kvenfatalínur. Ekki nóg með það þá er hann einnig byrjaður með flotta skartgripalínu úr silfri.
Hér er færsla sem sýnir Alexander Wang heima hjá sér en smelltu á myndirnar til að skoða skartgripina og myndir sem eru teknar baksviðs af tískusýningu Alexander Wang.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.