Dolce & Gabbana hafa gefið frá sér ilminn “The One” í silfurflösku en þetta útlit kemur í takmörkuðu upplagi.
Persónulega var ég mjög skotin í lyktinni þegar ég fann hana fyrst, mér finnst fátt betra en nýrakaður eiginmaður með nýjan rakspíra og ég var sko ekki svikin af þessum ilm.
Ilmurinn er sterkur, karlmannlegur og pínu seiðandi, á ég að þora að segja kynþokkafullur jafnvel! Flaskan er ekki verri en ilmurinn sjálfur en hún er silfurlituð og fyrstir koma, fyrstir fá vegna takmarkaðs upplags fyrir jólin.
Það sem er skemmtilegt við ilminn er að hann er bæði klassískur en nútímalegur í senn. Ég myndi jafnvel segja að hann henti karlmönnum á ýmsum aldri en er kannski pínu þungur fyrir þá yngri. Það er kryddkeimur af honum, ásamt kardimommu, basil og greip, einnig er engifertónn í honum, djúpur, sterkur og seiðandi.
Þessi ilmur er frábær gjöf í jólapakkann fyrir kærastann, eiginmanninn og jafnvel pabba.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig