Ilmirnir frá Ralph Lauren – The Big Poney Collections býður upp á fjóra mismunandi ilmi
Ilmur nr 1 er fyrir sportistann, léttur, frísklegur og sportlegur, samsettur úr Citrus, lime og grape. Passar fullkomlega eftir ræktina eða æfingu.
Ilmur nr 2 er fyrir týpuna sem vill vera seiðandi og duló, þéttur ilmur og kryddaður. Samsettur úr dökku súkkulaði og musk. Einstaklega karlmannlegur og seiðandi.
Ilmur nr 3 er fyrir ævintýragaurinn sem vill helst alltaf vera á ferðalagi, samsettur úr viði, mintu og engiferi. Öðruvísi og ævintýragjarn ilmur.
Ilmur nr 4 er fyrir töffarann sem er alltaf eins og klipptur úr tískutímariti en sá er samsettur úr ávöxtum, við, mandarin og Kyaraviði. Frísklegur og smart ilmur fyrir hvaða töffara sem er.
Flöskurnar eru skemmtilega hannaðar og passa mjög vel í hvaða tösku sem er. Flottir í ræktina og ‘kasjúal’ en samt svo góðir. Litirnir frísklegir og svo ég tali nú um ilminn þá er hann himneskur.
Mæli með þessum, sérstaklega fyrir karlmenn á aldrinum 18-40 ára.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.