Giorgio Armani klikkar ekki þegar kemur að ilmvötnum
Nýlega settu þau á markað þennan fágaða ilm á markað og hann veldur aðdáendum engum vonbrigðum frekar en fyrri herrailmir framleiðandans.
Ilmurinn heitir Armani Code Ultimate og er blanda af Mandarínu, Greip, Cedar við, leðri, Amber og Vanillu; Kryddaður, sætur, fágaður og karlmannlegur í senn.
Honum er líst sem Hættulegum, Ávanabindandi og Tælandi og þau orð eru nákvæmlega þau orð sem ég myndi nota til að lýsa þessum unaðslega ilmi. Enda einn sá allra besti sem ég hef fundið lengi!
Mjög karlmannlegur og kynþokkafullur ilmur sem ég er yfir mig hrifin af.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.