Ég rakst á skemmtilega vefverslun á vafri mínu um netheima en planið hjá mér er að kaupa hreinlega allar jólagjafirnar á netinu sökum fóbíu fyrir mannmergð í Kringlunni.
Þar að auki fæ ég bara fíneríið sent upp að dyrum og þarf því hvorki að eyða peningum í bensín né tíma í að finna stæði. Win/win.
Hannah er harla skemmtileg vefverslun sem sérhæfir sig í gjafavöru fyrir hipstera, eða óhipp karlmenn sem eru með skegg. Og ekki bara karlmenn sem eru með skegg heldur karla sem hafa gaman af því að vera svona karla, karlar. Krúttlegir karlar sem taka lagið í réttum og eru annaðhvort ofsalega hressir eða ofsalega kurteisir, nú eða þá bara bæði í senn.
Vörurnar eru fluttar inn beint frá framleiðendum, oftast í Kanada eða Bandaríkjunum og eru þær sérvaldar af verslunareigendunum sem eru parið Einar Óskar og Heiðrún Arna sem reka búðina.
Endilega kíktu á úrvalið hjá Hannah og pantaðu eitthvað sætt handa karlinum þínum. Úrvalið mun aukast með tímanum að sögn Einars en þetta er skemmtileg verslun og líklegt að salan hjá þeim muni aukast strax eftir áramót því þá stefnir auðvitað í Mottumarsinn árlega.
Þú finnur hérna slóðina á Hannah.is en hérna eru þau með líflega Facebook síðu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.