Hefur þú lent í því að vilja senda myndir gegnum tölvupóst en gast það ekki því myndirnar voru of stórar? Hefur þú verið úti í bæ en þurft nauðsynleg að kíkja á bara eitt skjal sem er á fartölvunni þinni heima? Eða ertu orðin þreytt á því að nota alltaf USB kubb til að færa gögn af þessarri tölvu og yfir á hina?
Dropbox er lítið forrit sem þú getur sett upp á tölvunum þínum (hvort sem er Mac eða PC), á símanum þínum (hvort sem það er Android, Blackberry eða iPhone) og á iPadnum þínum.
Dropbox býr til sér möppu á öllum þessum græjum og þú einfaldlega setur skjölin, myndirnar, tónlistina, hvað sem er í þessa möppu og þá eru þessi skjöl aðgengileg í öllum græjunum sem þú átt og eru með Dropbox!
Snilld!
[youtube width=”560″ height=”439″]http://www.youtube.com/watch?v=OFb0NaeRmdg[/youtube]Þú getur einnig gert ákveðin skjöl aðgengileg til vina þinna sem nota Dropbox og þannig sent fjölskyldu og vinum myndir úr sumarfríinu þínu eða glósurnar úr skólanum.
Ég nota Dropbox í staðinn fyrir að senda tölvupóst með stórum viðhengjum og til að geyma skjöl sem ég veit að ég gæti þurft að nálgast seinna meir þegar ég hef bara farsímann við höndina.
Í rauninni eru möguleikar Dropbox óendanlegir og þegar þú byrjar að nota það dettur þér örugglega í hug eitthvað frábært sem Dropbox getur leyst. Björn Ágúst kom með góða hugmynd um að nota Dropbox sem innkaupalista:
Ég er með Dropbox uppsett í símanum og heima. Þar er ég með möppu sem heitir “Notes” sem ég hef deilt með konunni.
Þegar ég fer svo í búðina, býr hún til listann yfir það sem vantar í þeirri möppu og ég les hann svo í búðinni. Svo þegar ég er búinn, hendi ég bara listanum.
Næst ef ég fer í búð, að versla e-ð sem hún hefur ekki óskað sérstaklega eftir, kíki ég samt hvort það sé einhver listi til staðar. Ef svo er, þá versla ég það sem er á honum.
Dropbox er snilld !
Dropbox er ofureinfalt í notkun, auðvelt að setja upp, ókeypis fyrir venjulega notendur og alls ekkert vesen. Farðu á dropbox.com og nældu þér í forritið eða leitaðu að því á Market eða í App Store fyrir farsímann og iPad.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.