Hinn ástsæli fjölmiðlamaður Hermann Gunnarsson hefur nú kvatt í hinsta sinn, 66 ára að aldri en hann var fæddur 9. desember 1947.
Hemmi varð bráðkvaddur í Tælandi í dag en þá var hann á heimleið eftir frí. Hann var einn þekktasti Íslendingur okkar tíma, bæði sem fjölmiða og íþróttamaður en Hemmi átti flottan feril í bæði hand og fótbolta. Hann átti m.a. markametið yfir flest mörk skoruð í landsleik í mörg ár.
Hemmi hóf störf hjá Ríkisútvarpinu eftir að hann lagði íþróttaskóna á hilluna. Hann varð endalega frægur hjá allri þjóðinni þegar hann stjórnaði þáttunum Á tali hjá Hemma Gunn en þeir voru endursýndir með góðum árangri síðasta vetur.
Hann söng jafnframt inn á plötur, las ævintýri fyrir börn, skemmti með Sumargleðinni og starfaði sem fararstjóri. Síðar vann hann bæði á Stöð 2 og Bylgjunni þar sem hann hætti nýlega að starfa.
Blessuð sé minning þessa jákvæða gleðigjafa. Það verður aldrei annar Hemmi. Við samhryggjumst vinum hans og fjölskyldu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nvB85cvzTA8[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.