Anna hefur löngum verið eitt vinsælasta kvenmannsnafnið á Íslandi og í raun má heyra nafnið í nær öllum löndum í heiminum.
Í tilefni af þessum gríðarlegu vinsældum ætlar skemmtistaðurinn Glaumbar að heiðra allar Önnur og halda svokallaða Önnuhelgi.
Allar konur sem mæta á staðinn og geta staðfest Önnu-nafngiftina með skilríkjum fá skot eða bjór á barnum á litlar 390 krónur, fram á rauða nótt.
Það er því vel við hæfi að sletta úr klaufunum um helgina ef þú heitir Anna, nú eða ef þú þekkir einhverja Önnuna og tekur hana með þér á Glaumbar.
Önnur eru margar hverjar stórskemmtilegar – undirrituð getur vottað fyrir það.
Svo ef þú heitir Anna eða þekkir eina góða Önnu er um að gera að fara á Glaumbar um helgina og dansa fram á nótt.
Passa sig bara að vera ekki allt of sprækar í skotunum…
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.