Helgi Ómarsson er 19 ára strákur sem er að gera það gott bæði sem ljósmyndari og fyrirsæta.
Helgi er ekki bara einstaklega hæfileikaríkur strákur heldur líka einn fallegasti karlmaður sem Ísland hefur alið. Ég hef mikla trú á Helga og ég hlakka til að sjá hvar hann mun standa eftir nokkur ár.
Ég fékk að taka smá viðtal við Helga, um drauma hans og innblástur.
Hvað ertu að gera í lífinu í dag?
Ég er nýkominn frá Danmörku eftir að hafa verið þar í 8 mánuði, er að vinna á Solon og mynda fyrir blað sem heitir 50+ þar sem ég fæ það skemmtilega verkefni að mynda allskyns flott fólk.
Svo er ég að byrja leigja stúdíó þar sem ég kem til með að mynda flott íslensk módel og safna í portfolio og vonandi portfolio fyrir þau líka, er að starta smá stráka seríu þar sem flott stráka módel verða í, hlakka mjög til þess.
Hvenær fekkstu áhuga á ljósmyndun?
Það byrjaði fljótlega, ég man að ég tók einhverjar myndir á svona litla canon vél sem við áttum heima sem voru alveg hræðilegar, svo fékk ég Canon EOS 350D og þá kviknaði svona alvöru áhugi! Þá var ég svona 15 ára.
Hvort finnst þér skemmtilegra að vera fyrir framan eða aftan linsuna?
Að vera fyrir aftan linsuna er ótrúlega gott frelsi hvað hugmyndavinnu varðar, skapa eitthvað frá þínu eigin höfði og… ég elska það. Svo þykir mér líka mjög fínt að vera fyrir framan líka, svo þetta er nokkuð jafnt held ég 🙂
Hvað villtu verða þegar þú verður “stór”?
Fyrst og fremst bara hamingjusamur held ég -og vinna vinnu sem ég hef gaman af. Ég ætlaði alltaf að verða leikari og hef mikinn áhuga á leiklist og auðvitað ljósmyndun og langar að læra tískuljósmyndun líka. Ég væri til í að verða svo ótrúlega margt!
Hvað veitir þér innblástur?
Það eru held ég bara blöðin sem ég skoða og les religiously: i-D magazine, Dazed & confused og fl. En sérstaklega þau tvö, allavega hvað ljósmyndun varðar. Gömul old fashion ljósmyndun líka, hún eeer svo falleg.
Hverjir eru þínir uppáhalds ljósmyndarar?
Silja Magg, SagaSig, Pjetur Geir er að koma ríðandi inn… er nýbúinn að sjá myndirnar hans og hann er alveg hreint sturlaður. Svo líka Kai Z Feng, Mary Ellen Mark og David LaPachelle.
Hverjir eru þínir uppáhaldshönnuðir, íslenskir og erlendir?
Mundi, Sara Forynja, Arndís Ey, Sonja Bent – herrapeysurnar hennar eru ÆÐI, get ekki beðið að fjárfesta í einni þannig. Ég held líka rosalega upp á Marc Jacobs og Henrik Vibskov.
Ertu með eitthvað fegrunartips fyrir strákana?
Stærsta fegurðartips-ið sem mér finnst það er í rauninni bara að vera eðlilegur og almennilegur – það gerir fólk yfirleitt ótrúlega fallegt. Annars auðvitað að fara í sturtu, vera snyrtilegir, ekki nota brúnkukrem og eiga fín föt. Tattoo eru líka smá fegurðartips þar sem það er mjög heitt ef það er ekki tribal. Be yourself & be neat ‘n’ nice!
Hér eru myndir bæði af Helga og myndir sem Helgi tók sjálfur – Smelltu til að stækka og skoða:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.