Mig langar til að sýna ykkur maskara sem ég fékk á dögunum og gjörsamlega kolféll fyrir. Þessi maskari er nýr frá Helena Rubinstein og heitir Lash Queen Mystic Blacks.
Við erum nokkrar í vinkonuhópnum mínum sem erum með sama ‘’maskarasmekkinn’’ þannig mér fannst tilvalið að fá eina þeirra (Tönju Björg) til að prófa þennan maskara líka. Maskararnir frá Helenu Rubinstein hafa löngum þótt rosalega góðir en þessi slær bara öll met…
Ég ætla bara að leyfa myndunum tala sínu máli. Hér má sjá fyrir og eftir myndirnar:
Án djóks, það er eins og þessi maskari sé hannaður með okkur vinkonurnar í huga. Við eigum það sameiginlegt að vilja mikla þykkingu og mikið drama svo það sé næstum eins og maður sé með gerviaugnhár.
Um daginn skrifaði ég um 5 uppáhalds maskarana mína. Ég get svo svarið það að þessi hefur bæst við sem uppáhalds. Þetta hafði Tanja að segja um maskarann:
”Frábær maskari sem þykkir, lengir og þéttir augnhárin svo um munar. Tvískiptur bursti, önnur hliðin til að bera maskarann á og hin til þess að greiða úr og aðskilja augnhárin. Með bestu möskurum sem ég hef prófað og mun þessi klárlega verða fyrir valinu næst!”
Fyrir ykkur sem elskið þykk og mikil augnhár þá er þessi maskari algjörlega frábær!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com