Það er ekki á hverjum degi sem ofurfyrirsætur stilla sér upp fyrir framan saklausa íslendinga en það gerðist í dag þegar útsendari Pjatt.is sat á papparassa vaktinni og sötraði kaffi á Brennslunni.
Danska goðsögnin kom gangandi niður Laugaveginn, brosmild og afslöppuð, ein með sjálfri sér á bæjarrölti.
Stillti sér svo bara si svona upp fyrir utan gluggann og tók mynd af graffiti listaverki.
Við vildum auðvitað ekki ónáða stjörnuna svo myndinni var bara smellt af út um gluggann.
Helena, sem er 45 ára, lítur mjög vel út.
Hún var klædd í grænan hermannajakka, mótorhjólastígvél og gallabuxur svo ef þið sjáið hana á röltinu þá er um að gera að segja bara Davs! …og brosa kumpánlega eins og frændur okkar danir myndu gera.
Vonandi á hún góðar stundir í borginni.
__________________________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.