Danska ofurfyrirsætan Helena Christensen segist alls ekki hræðast aldurinn og tekur hverju nýju ári fagnandi.
Helena, sem sló í gegn sem fyrirsæta á sama tíma og Cindy Crawford og fleiri þekktar, lítur mjög vel út í dag og heldur sér í fínu formi. Það er sífellt verið að hrósa henni fyrir hversu vel hún lítur út miðað við aldur og Helena hlær eiginlega af því þegar þetta er sagt við hana, hún segir einnig:
Af hverju ætti ég allt í einu að segja, Ji minn eini núna er ég ári eldri, núna er ég 35, núna 37. Ég spáði ekki í þessu þegar ég var á tvítugsaldri og ég er ekki að spá í þessu núna.
Helena segir einnig að hún sjái sjálfa sig í spegli á hverjum degi og hún líti ekki allt í einu og sjálfa sig og segi,” Nei fegurð mín er að fölna”!!
Hún segir einnig að hún eigi ömmu sem er 95 ára gömul og hún tali við hana þrisvar sinnum í viku í tæpan klukkutíma í senn, það séu oft áhugaverðustu samtöl hennar við nokkra manneskju í margar vikur.
Helena ákvað að fara að stunda box einfaldlega vegna þess að henni finnst gott að borða góðan mat og vantar brennsluna en boxið var eina íþróttin sem heillaði hana mikið og hún einfaldlega hatar að vera í megrun eða hreyfa sig.
Henni finnst matur vera eitt það fallegasta sem til er og þakkar fyrir það að eiga ekki við vandamál að stríða þegar kemur að mat, svo hún geti notið þess að borða með góða samvisku.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig