Dagana 29. febrúar – 3. mars 2016 verður Reykjavík Bar Summit (eða Kokteil-ráðstefna Reykjavíkur eins og við köllum hana) haldið hátíðlegt í annað sinn í miðborg Reykjavíkur.
Barþjónar frá flottustu börum í heimi munu taka þátt í þessum magnaða viðburði og leggja sitt á vogarskálarnar til að búa til alþjóðlega barstemmningu í Reykjavík með uppákomum og partýhöldum út um allan bæ.
Tilgangur hátíðarinnar er að kynnast því sem er að gerast á kokteilbörum annars staðar í heiminum og etja saman tveimur kokteilheimum, Evrópu og Ameríku, á hlutlausu svæði hér á Íslandi. Hátíðin leggur einnig áherslu á að kynna erlendum aðilum fyrir því sem er að gerast hér á landi.
Einn drykkur úr lókal hráefni og annar úr íslensku
Í kokteilakeppninni munu þáttakendur útbúa einn drykk úr sínu lókal hráefni, einn drykk úr íslensku hráefni og einn af sínum einkennisdrykkjum.
Áhorfendum mun svo að sjálfsögðu gefast kostur á að smakka veigarnar. Keppnin verður haldin Kex Hostel og er hún öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Búist er við að yfir 20 af bestu börum í heimi muni sækja Reykjavík Bar Summit ásamt fríðu föruneyti blaðamanna.
Einnig er búist við ýmsum frægum nöfnum úr kokteilheiminum svo sem Philip Duff, Dan Priceman, Lynnette Marrero ásamt goðsögninni og brjálaða efnafræðingnum Tom Zyankali.
Nánari dagskrá er hægt að lesa hér en eins og sjá má getum við búist við brjálað skemmtilegu prógrammi.
Kokteiláhugakonur (og karlar þeirra) mega hreinlega ekki missa af þessari dýrð!
Einvala lið smakkara og geggjað prógramm
Á myndinni fyrir ofan má svo sjá hið einvala lið sem sker úr um hvaða kokteilar reynast bestir en þetta eru
Tom Zyankali frá Zyankali bar, Berlin, Philip Duff sem titlar sig stjórnanda Liquid Solutions Bar & Beverage Consulting & Director of Education at Tales of the Cocktail (reynum ekki einu sinni að þýða þetta), Lynnette Marrero kokteilgerðarkona og eigandi og meðstofnandi Speed Rack, sem er barþjónakeppi kvenna og að lokum okkar eigin íslenski Ásgeir Már Björnsson sem mun sjá um barinn á Kitchen and Wine (sem opnar á 101 Hótel í vikunni) og meðstofnandi Reykjavik Bar Summit.
Við skorum á lesendur Pjatt.is að verða sér úti um miða á þessa skemmtilegu ráðstefnu. Þær gerast ekkert skemmtilegri og þetta verður geggjað partýprógramm!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.