Dulúð miðausturlanda, sjóðheit Suður Ameríka og ævintýralegt Nýja Sjáland
Á ári hverju myndast ákveðnar tískubólur í ferðabransanum hvað varðar áfangastaði. Slíkt veltur oft á gengi, lágum fargjöldum eða hreinlega nýjum áherslum ferðalanga. Breska dagblaðið The Guardian birti nýlega lista um heitustu áfangastaði nýja ársins 2011 en þar er að finna margar skemmtilegar hugmyndir fyrir þá sem eru að leita að spennandi tilbreytingu og eru farnir að plana fram í tímann.
1. Jórdanía
Lággjaldaflugfélagið Easy Jet er að hefja flug til þessa heillandi og söguríka lands. Hér er að finna stórbrotið landslag og staði og minjar úr fornum ritum auk þess sem matar og tónlistarmenning er ríkuleg. Því er spáð að Amman verði hin næsta Dubai. Það verður verulega heitt í Jórdaníu á sumrin og því betri valkostur að ferðast að hausti eða vori.
2. Nepal
Ef þú ert fjallagarpur eða hreinlega þyrstir í ævintýri og fjarlægar slóðir er Nepal augljóslega staðurinn fyrir þig. Nýjung á næsta ári verður sérstök ferðaþjónusta fyrir fólk sem vill skoða alla hæstu tinda Himalayafjalla í einum rykk. Kíkið á thegreathimalayatrail.org fyrir nánari upplysingar.
3. Asía eins og hún leggur sig
Snilldarvefurinn AirBnb hefur komið mörgum til hjálpar varðandi ódýra valkosti á íbúðum til leigu í heiminum og þar getur þú einnig leigt út húsnæðið þitt á Íslandi. Nú hefur AirBnb einnig opnað í Asíu sem ætti að opna dyr fyrir mörgum að þessari heillandi heimsálfu. www.airbnb.com
4. Portland, USA
Í borginni Portland í Oregon er verið að prufa nýja tækni á vegum Google þar sem sérstakir límmiðar eru settir í glugga á hundruðum kaffihúsa og veitingahúsa. Ef þú beinir svo gsm símanum þínum að miðanum leyfir ny tækni þér að ná í allskyns gögn um staðinn: gagnrýni, matseðla og fleira. Sniðug lausn sem er vonandi væntanleg í fleiri borgum.
5. Kólumbía og Ekvador
Sífelld aukning er á ferðalöngum til Kólumbíu í Suður Ameríku og á undanförnum árum hafa sprottið upp nokkur lúxushótel þar í landi. Ferðaþjónustur um allan heim spá því að Kólumbía verði einn alheitasti staðurinn á næsta ári. Þeir sem vilja skoða landslagið geta nú ferðast um á milli Kólumbíu, Ekvador og Venesúela þar sem pólítisk spenna fer minnkandi milli landanna. Hægt er að kaupa æðislega 19 daga ferð sem hefst í Quito í Ekvadór, fer um Andesfjöllin og yfir til Kólumbíu. Kíkið á www.dragoman.com
6. Líbya
Miðausturlönd eru sérlega heit á næsta ári og fólk orðið óhræddara við að ferðast þangað. Einn slíkur áfangastaður er Líbía í norður Afríku sem hefur nýlega opnast vestrænum ferðalöngum. Líbíustjórn leggur sérstaka áherslu á að fjölga ferðamönnum á næstkomandi ári og um að gera að skoða alla möguleikana þar eins og til dæmis fornu borgirnar Trípólí, Sabrata og Leptis Magna.
7. Túrin
Það eru margar borgir í Evrópu sem eru utan alfaraleiðar og ekki víst að margir hafi heimsótt Túrin á Ítalíu. Í ár er haldið upp á sérstaka Túrin hátíð með fjölda spennandi viðburða í gangi og því tilvalið að gera sér ferð þangað og skoða fallegan arkitektúr og stórfenglega málaralist.
8. Nýja Sjáland
Næsta haust verður heimsmestaramótið í rugby haldið í Nýja Sjálandi og því margir sem munu ferðast þangað. Nýja Sjáland er auðvitað stórkostlega spennandi staður þar sem er að finna mikilfenglega og ósnortna náttúru og borgir sem iða af lífi. Matar og vínmenning landsins er komin í hæsta gæðaflokk og matgæðingar ættu að njóta heimsóknarinnar út í ystu æsar. Svo er auðvitað hægt að sóla sig á hvítum ströndum og skoða allskyns furðuleg dýr.
9. Sierra Leone
Pólítískt rétthugsandi ferðalangar færast í aukana og nýtt verkefni í Sierra Leone trekkir að túrista. Tribewanted sérhæfir sig í að byggja vistvæn þorp á fjarlægum slóðum og hafa nú fært sig til Afríku. Prufaðu að uppgötva afríska frumskóga og ósnertar strendur í landinu og kíktu á www.tribewanted.com
10. Tallin
Höfuðborg Eistlands er nú menningarborg Evrópu árið 2011 og nóg um að vera á næsta ári. Skíðaáhugamenn geta svo skellt sér til serbnesku borgarinnar Kopaonik sem er nálægt skíðasvæði og býður upp á ódýran valkost þegar kemur að þessari skemmtilegu íþrótt. Frekari upplýsingar um Tallin er að finna á www.tallinn2011.ee
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.