Sinn er siðurinn í hverju landi segir máltækið og það sést greinilega hér á þessum bráðskemmtilegu myndum sem eru teknar í IKEA verslun einhversstaðar í Kína.
Hér er fólk bara að taka því rólega, njóta þess að prófa rúm og sófa og jafnvel leggja sig aðeins. Hugsanlega er bara ró og friður í búðinni miðað við aðra staði enda Kína ein fjölmennasta þjóð jarðar. Við hér á klakanum myndum þó líklegast reka upp stór augu ef við sæjum sofandi fullvaxta karl í unglingarúmi í IKEA.
Sniðugar myndir…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.