Jörðin sem við byggjum er stór og hér búa margir. Líklegast of margir.
Að skoða þetta frábæra myndasafn fær mann til að staldra aðeins við. Myndirnar minna á hvað við njótum ótrúlega mikilla forréttinda að búa hér á eyjunni í norðurhafi og á sama tíma hvað við erum ótrúlega lítil þjóð. Hvað börnin okkar hafa það gott, hvað vandamálin okkar eru stundum léttvæg í samanburði við lífsbaráttuna sem sumir verða að heyja á hverjum degi, bara til að eiga mat, föt og stað til að sofa á.
Og menningin í þessum heimi er óendalega fjölbreytt. Útlit fólks er fjölbreytt. Aðstæðurnar ólíkar. Þetta er mögnuð veröld.
***
Fallegt barn úr Arbore ættbálknum í Eþíópíu, með höfuðfat og gyllta andlitsmálningu.
Maður úr Chimbu ættbálkii reykir og slakar á fyrir hátíð hinna dauðu í Mount Hagen, Papua Nýju Gíneu.
Ashaninka indíánar í Amazon skógunum mála sig á hverjum morgni með lit úr urucum jurtinni til að sýna í hvernig skapi þeir eru þann daginn.
Lítill Nenet strákur í Síberíu leikur sér í 30 stiga frosti, klæddur í selshúðir.
Þessi 10 ára stúlka í Yemen fékk skilnað frá eiginmanni sínum sem fór illa með hana.
Blökkukona með vitiligo eða skort á litarefninu melanín í húðinni.
‘Snowy’ eftir Vladimir Zotov — Skógur í Rússlandi
Kóngurinn og drottningin í Bhutan
Stelpa frá Pakistan
Þrjár stelpur í Afganistan
Búddamúnkur deilir matnum sínum með tígrisdýri í Tælandi
Maður á miðaldamarkaði á Spáni
Stultuveiðimenn í Sri Lanka
Chhetri kona í Dhorpatan í Nepal
Maoriar heilsast svona – með því að nudda saman nefjum
Katie Walsh, knapi.
Gullgrafarar í Costa Rica í pásu
Óaðskiljanlegir bræður frá Pakistan
Drottnari dauðans heilsar upp á ferðamenn við Cancún, skömmu áður en helgiathöfn til heiðurs frjósemisgyðju fór í gang.
Ungur munkur horfir yfir héraðið sem hann býr í í Nyaungshwe, Burma
Þrír masai stríðsmenn, rauði liturinn táknar kraft
Afganskir skólakrakkar í Bamyan
Stelpa á Burning Man festivalinu í Nevada í Bandaríkjunum, 2013
Heimilislaus maður með tómar flöskur
Stelpa tekur lestina ólöglega, í Bangladesh á Indlandi
Drengur af Suri ættbálknum í Eþíópíu
Stelpa skýlir útigangshundi fyrir rigningu í Mumbai á Indlandi
Veiðimaður á Li ánni í Kína Li
Boxari felur marblett… Hún er frá Astrakhan (Rússlandi)
Flissandi hermenn í norður-Kóreu
Stelpa á hestbaki með fenginn, dauðan hafur
Tælenskur munkur og kathoey eða ‘lady-boy’ bíða þess að fara í yfirheyrslu vegna herskyldu.
Pönkarar í Burma
Kolanámumaður fær sér sígarettu í Pol-e-Khomri
Íranskar skvísur reykja ‘Hookah’ eða vatnspípu
Mótorhjólaklúbbur sjíka í Vancouver, Kanada
Afgöngs flóttastelpa með mömmu sinni við flóttamannaskráningu í Peshawar
Tveir bræður í Burma, nýi og gamli tíminn.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.