Þessi frétt birtist upprunalega í tímaritinu San Francisco Chronicle en hér segir frá kvenkyns hval sem hafði flæktst í krabbanetum og fest sig.
Netin og gildrurnar höfðu snúist marga hringi um líkama hennar og héldu henni niðri svo hún átti í basli með að halda sér á floti. Fleiri hundruð metra voru fastir um sporðinn, búkinn og netið var jafnframt flækt upp í hana. Hún gat sig næstum hvergi hreyft. Þessi tignarlega skepna.
Sjómaður kom auga á hana austan við Farallon eyjaklasann og hafði samband við umhverfisverndarsinna á svæðinu sem voru fljótir á staðinn.
Eftir nokkar klukkustundir var björgunarteymi mætt en fljótlega kom í ljós að það var ekki annað í stöðunni en að kafa niður og leysa hana.
Þau unnu í marga tíma og náðu að lokum að leysa hana úr prísundinni svo hún varð frjáls.
Kafararnir segja að hún hafi byrjað að “dansa” í hringi þegar hún losnaði.
Svo synti hún til hvers og eins, hitti einn í einu, kinkaði kollinum til þeirra og ýtti varlega við þeim líkt og hún væri að þakka þeim fyrir.
Sum lýstu þessu sem fallegustu upplifun lífs síns. Sá sem skar reipið úr munninum á henni sagði augu hennar hafa fylgt sér allann tímann – og að hann verði aldrei sami maður eftir þetta.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.