Það er óhætt að segja að stílistinn Shirley Kurata sé með sérstakan og öðruvísi stíl en hún elskar liti og allt sem að gæti kallast ‘retro’…
…Shirley er mjög klár og reyndur stílisti en hún hefur hjálpað Rodarte systrunum við að stýlisera fyrir sýningar og Peter Jensen við að gera ‘Lokkbooks’ ásamt því að hafa stíliserað ótal myndaþætti sem innihalda meðal annars leikkonuna Zooey Deschanel, Miröndu July, The Decemberists, Devendra Banhart og tónlistamanninn Beck.
Shirley finnst mikilvægt að stílistar reyni ekki að troða sínum sérstæða stíl yfir á kúnnana heldur reyni frekar að vinna með þeirra eigin stíl.
Heimili Shirley sem er staðsett í Los Angeles er einstaklega skemmtilegt en það einkennist af gulum, brúnum og appelsínugulum lit og hönnun sem tengist 60’s tímabilinu.
Shirley hefur sankað að sér myndlistabókum, tónlist, ljósmyndum og skemmtilegri hönnun í gengnum tíðina þannig að heimsókn til hennar ætti að vera spennandi.
Hér fyrir neðan er myndaalbúm af heimili Shirley en myndirnar eru fengnar að láni frá The Refinery 29.
Shirley Kurata er algjört krútt!!!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.