Hefur þú velt fyrir þér hvað allar helstu skvísurnar taka með sér á tískuvikur? Hér sýnir THE COVETEUR okkur hvað hin rússneska Miroslava Duma, pislahöfundur og tískuráðgjafi, tók með sér á tískuvikuna í New York…
…Þessi unga kona er þekkt um allan heim fyrir óaðfinnanlegan stíl en ljósmyndarar á borð við Tommy Ton elska að mynda hana. Þegar The Coveteur teymið bað Duma um að gefa okkur eitt ‘bjútíráð’ þá nefndi hún ‘vatn’ en hótelherbergið hennar (á The Plaza) var víst vel búið af vatnsflöskum sem hún sötrar á allan daginn.
En hvað tók Duma með sér til New York?
Það sem kemur kannski á óvart er að tískuviku-klæðnaður Duma einkennist ekki bara af háum hælum og dýrum kjólum. Hún elskar nefninlega Timberland stígvélin frægu, Converse strigaskó, kósý hettupeysur og Casio úr. Og hún tók það allt með á tískuviku!
Kíktu á myndirnar fyrir neðan til að sjá allt það sem þessi lágvaxna, vel klædda kona tók með sér til New York…
______________________________________________________________________________________
Myndir fengnar að láni HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.