Benefit snyrtivörurnar eru með þeim skemmtilegri sem ég hef kynnst en Benefit séhæfir sig í spennandi snyrtivörum í einstökum og öðruvísi umbúðum…
Það er kannski ekki skrítið að merkið sé svona vel heppnað því stelpurnar á bak við það fá að vinna í vægast sagt flottu umhverfi.
Þetta hlýtur að vera skvísulegasti vinnustaður í San Francisco en hann er mjög bleikur og troðfullur af skemmtilegum munum. Til að mynda eru þær með gömul gínuhöfuð, stórar bambastyttur og risavaxin eintök af vinsælustu Benefit snyrtivörunum í kringum sig í vinnunni! Örugglega ekki leiðinlegt að mæta þangað í vinnuna.
Smelltu á myndirnar til að skoða höfuðstöðvar Benefit nánar…
Myndir fengnar að lánið HÉÐAN.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.