Eitt af því sem ég hef aldrei skilið er útlitið (og innlitið) á flestum íslenskum sumarbústöðum. Reyndar er þetta allt að lagast, en hvers vegna er því tekið sem gefnu að það eigi að skína í kvistgöt og kántríföndur í sumarbústöðum landsins?
Af hverju má ekki mála viðinn og bæsa? Og viljum við ekki hafa stóra glugga og geta opnað sem mest út? Hvers vegna geta rúmin ekki verið jafn góð og heima, erum við ekki í bústað til að hvíla okkur og hlaða batteríin, njóta náttúrufegurðar og góðra stunda?
Persónulega finnst mér að stíllinn og þægindin sem fólk kýs að hafa heima hjá sér eigi að fylgja í bústaðinn. Þetta finnst hinni dönsku Sille Haugsteds líka en ég fann myndirnar af sumarhúsinu hennar hjá hinu danska Bolig Magazinet.
Eins og sjá má á þessum flottu myndum er Sille ekkert að hlaða bústaðinn sinn með því sem á engan stað heima hjá henni heldur er þetta allt vandlega valið, hreinlegt eins og í himnaríki og bara verulega flott. Sille, sem á tvo stráka, 13 og 9 ára, býr allt sumarið í bústaðnum og flestar helgar á veturna en slíkt er algengt hjá dönum. Þannig líta þeir oft á sumarhúsið sitt sem heilsárs “fritidshus”.
Í þessu bjálkahúsi hafa veggir að utan verið málaðir dökkir og gluggarammar eru hvítir. Að innan eru bæði gólf og veggir hvítmálaðir og verulega hefur verið vandað til vals á innanstokksmunum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.