Þegar Berlín ber á góma hugsa margir fyrst til íslenskra myndlistarmanna sem hafa flykkst þangað eins og landkönnuðir síðustu árin til búsetu í lengri eða skemmri tíma.
Eitt af því sem einkennir heimili margra myndlistarmanna er að þau líta oftar en ekki út eins og sýningarrými. Það eru fáir en fallegir munir og veggirnir oftast hvítir.
Þessi skemmtilega þriggja herbergja íbúð í Berlín er einmitt þannig. Naumhyggjan allsráðandi og allt mjög einfalt en smekklegt í senn.
Frísklegar plönturnar setja sterkan svip á íbúðina og lyfta stemmningunni upp. Taktu eftir stigahillunni sem sómir sér vel sem skreyting á þessu hefðbundna baðherbergi.
Hér er lýsingin sérstök, ein skemmtilega hönnuð ljósapera hangir lágt niður úr loftinu og er ekki fyrir miðju í rýminu eins og við eigum að venjast heldur út á hlið. Tvær figurativar myndir og kerti í glugganum. Gólfið lagt með spónarplötum sem hafa verið málaðar gráar. Skemmtileg og öðruvísi lausn í gólfefnum.
[Heimild: fantasticfrank]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.