Hin norska Elisabeth Thomas Jensen deildi frábæru trikki á Facebook síðu sinni en með þessari aðferð getur þú hreinsað ofninn heima hjá þér svo hann verður bara alveg eins og nýr!
Þú notar:
- 2.5 dl salmiak upplausn (fæst í Byko og svipuðum búðum)
- 1 líter sjóðandi vatn
- 2 eldföst mót (eða önnur ílát sem þola hita)
Kvöldið áður en þú ætlar að hreinsa ofninn skaltu hita ofninn upp í 150 gráður. Settu sjóðandi vatn í annað mótið. Salmiak í hitt.
Slökktu á ofninum.
Settu ílátið með salmíak upplausninni á grind í miðjan ofninn og vatnið undir, á botninn. Lokaðu ofninum og farðu að sofa.
Næsta dag skaltu blanda salmiak upplausnina með smá uppþvottalegi og strjúka ofninn að innan. Notaðu svo sköfu til að losa óhreinindin í burtu og passaðu þig að hafa hanska.
Efnafræðin í þessu virkar þannig að gufur frá salmiak upplausninni blandast rakanum frá vatninu og losar í burtu alla fitu og óhreinindi sem hafa fest sig í ofninum.
Eins og sjá má á myndinni er aðferðin gríðarlega áhrifarík og ofninn þinn verður eins og nýr! Við skorum á þig að prófa þessa snilld um helgina!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.