Þegar ég kaupi græju á heimilið, hvort sem það er blandari, þvottavél, hárblásari eða sjónvarp þá tek ég alltaf upp skannann og skanna inn ábyrgðarnóturnar.
Ástæðan fyrir því að ég geri þetta er að með því að skanna inn nótuna get ég geymt hana á Google Docs en ég hleð nótunum þangað inn þar sem ég á það til að týna blöðum hægri vinstri, sérstaklega ef græjan bilar tveimur árum eftir að ég keypti hana.
Um daginn bilaði uppþvottavélin mín, en ég er með fimm ára ábyrgð á henni og var “pís of keik” finna nótuna, fór bara inn á Google docs, fór í möppuna “Ábyrgðarnótur” og fann skjalið “Uppþvottavél”. Með einu símtali og einum tölvupósti var ég svo búin að senda nótuna frá mér til fyrirtækisins og ég í góðum málum þar sem ábyrgðin dekkaði viðgerðina.
Brilliant!
Skannar eru ekki dýr tæki, hægt að kaupa þá á 10.000 kr. en hann er fljótur að borga sig upp ef hann leiðir til þess að maður komi þessum málum í lag heima hjá sér. Einnig er hægt að taka ljósmynd af nótunni ef þú ert með góðan snjallsíma og senda beint með tölvupósti á sjálfa þig. Það er ótrúlega algengt að manni tekst að týna nótum eftir nokkra ára geymslu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.