Uppþvottavélin þrífur sig ekki sjálf og reglulega þarf að taka úr henni síurnar og þrífa í burtu óhreinindi ef vélin á að halda áfram að þvo leirtauið þitt vel.
Stundum kemur það fyrir að óhreint leirtau er látið bíða of lengi í vélinni með þeim afleiðingum að í henni myndast óþefur.
Til að ná honum í burtu skaltu taka allt úr vélinni, þrífa sigti og síur og setja svo aftur í vélina (ekki á sinn stað heldur þar sem þetta verður alveg hreint) og svo skaltu setja tvo bolla af hvítu ediki (borð edik) þar sem þú hefðir annars látið sápuna.
Kveiktu á henni og láta hana ganga fullan þvott á hæsta hita.
Þegar hún er búin seturðu síurnar á sinn stað. Þetta mun hreinsa burtu allan óþef úr vélinni.
Og mundu að það margborgar sig að skafa allt og skola diskana nokkuð vel áður en þeir eru settir í vélina. Þannig kemur hún bæði til með að virka og endast þér lengur og betur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.