Bónus og aðrar lággjaldaverslanir eru frábærar fyrir fólk sem er með marga í heimili en þar sem aðeins einn eða tveir búa saman er ansi hætt við að við séum oft að henda mat sem keyptur er þar inn í stóru magni.
Salat er til að mynda mjög dýr vara á Íslandi og því er mikil synd að þurfa stundum að fleygja því sem ekki næst að klára í tæka tíð.
Til að salatið þitt endist lengur er mjög sniðugt að skipta því upp í tvo, til fjóra, létta plastpoka.
Þegar salatið er komið í poka skaltu blása í hann líkt og blöðru og loka svo strax fyrir með teygju eða binda.
Geymdu pokana í grænmetisskúffunni í ísskápnum og vittu til, salatið kemur til með að endast mikið lengur! Koltvísýringurinn sér til þess.
Annað með salatið. Ef þú vilt vera viss um að þú sért að borða ferskt íslenskt salat skaltu lesa vel á umbúðirnar.
Oft er innflutt vara í umbúðum sem eru merktar á íslensku svo varan lítur út fyrir að vera framleidd hér á landi. Þetta er oft ekki tilfellið.
Flestum þykir salatið betra, því ferskara sem það er og ef þú vilt hafa það sem ferskast skaltu velja íslenskt (og helst að kaupa það á mánu eða þriðjudegi því þá koma yfirleitt nýjar sendingar í búðirnar).
Almennt séð er alltaf gott að lesa á matvælin sem maður kaupir sér, hvort sem um er að ræða verðmiðann eða innihaldið.
Smelltu HÉR til að lesa fleiri góð ráð sem snúa að heimilishaldinu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.