Edik hefur verið þekkt fyrir kraftaverkamátt þegar það kemur að hreinlæti, blettahreinsun, vatnslosun og fleiru. Hér eru nokkur góð húsráð sem koma að ediki.
Auðveldaðu baðherbergisþrifin
Settu einn bolla af borðediki í klósettskálina einu sinni í mánuði, láttu liggja yfir nótt og sturtaðu niður að morgni. Þetta leysir upp erfiða bletti og auðveldar þér þrifin. Svo er auðvitað hægt að nota edikið á vaskinn líka.
Fyrir ullina
Bættu smá ediki með í þvottin fyrir ullarfötin, það gerir ullina mýkri, fallegri og nær blettum betur úr.
Fyrir niðurfallið
Helltu ediki í niðurfallið. Ef þú ert með ruslkvörn, frystu þá edik-ísmola og láttu kvörnina mylja þá niður, láttu svo kalt vatn renna í hana. Þetta eyðir lykt og minnkar líkur á stíflum.
Í baðið
Settu hálfan bolla af ediki í baðvatnið til að róa þreytta húð og fá hreinara baðkar. Bættu ilmolíum/söltum í baðkarið um leið til að núlla út ediklyktina.
Lykareyðir
Þvoðu hendurnar og skvettu smá ediki á þær eftir að þú skerð lauk til að losna við lyktina.
Fyrir kaffivélina
Notaðu samblöndu af vatni og ediki til þess að þvo kaffivélina eða teketilinn. Mundu að skola vel og vandlega upp úr hreinu vatni eftir á.
Til að hreinsa skóna
Notaðu jafna blöndu af vatni og ediki, settu örlítið í bursta og burstaðu varlega yfir á rúskinnskó til að þrífa af þeim salt og önnur óhreinindi.
Vatnslosun
Settu nokkrar matskeiðar af eplaediki út í vatn og drekktu. Þetta er ekkert spes á bragðið en er þekkt fyrir vatns-og bjúglosandi áhrif!
Eins og þú sérð er edik fjölnota og hægt að nota til allskyns brúks. Það er því algjör nauðsyn að eiga brúsa af ediki uppi í skáp, maður veit aldrei hvenær á þarf að halda!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com