Fagmenn í heimilishaldi hafa komist að því að besta leiðin til að halda heimilinu þrifalegu og fallegu er að taka örlítið til á hverjum einasta degi. Þannig heldur maður í horfinu og kemur í veg fyrir að skíturinn safnist upp í óyfirstíganlegt og kvíðvænlegt verkefni.
Hér eru nokkur heilræði sem hjálpa húsfreyjum af báðum kynjum að halda heimilinu sómasamlegu.
- Ef þú kemur auga á matarbletti í ísskápnum skaltu þurrka þá samstundis upp. Ef þú hefur tíma skaltu líka strjúka tuskunni undir krukkur og krúsir.
- Taktu eina hillu fyrir í einu í ísskápnum og hentu öllu sem er komið yfir dagsetningu, öllu sem þú átt aldrei eftir að nota aftur og öllu sem inniheldur minna en einn skammt.
- Hentu öllum tómu plastílátunum (ísbox, jógúrtdósir) og glerkrukkunum sem þú ert búin að safna en gera ekki annað en að taka upp skápapláss.
- Þurrkaðu fingraför af eldhúsinnréttingunni.
- Ertu að bóna? Notaðu málningarrúllu til að spara tímann.
- Hreinsaðu potta og pönnur og hentu í uppþvottavélina um leið og þú ert búin að nota þær. Það verður skemmtilegra að setjast niður við matarborðið og svo verður minna að gera við frágang eftir mat.
- Settu morgunmatinn á eldhúsborðið kvöldið áður. Stilltu kaffivélina svo hún byrji að hella upp á þegar þú vaknar.
- Ef uppþvottavélin er ekki full skaltu henda í hana hillu úr ísskápnum, kertastjökum úr gleri, hverju sem er sem hefði gott af smá þvotti.
- Þegar þú kjaftar í símann skaltu taka til í ‘allskonar’ skúffunni, einni hillu í kompunni eða töskunni þinni.
- (Til þeirra sem mála sig) Ef þú notar einnota klúta til að fjarlægja farða skaltu strjúka með honum yfir vaskinn, snyrtiborðið eða blett á gólfi áður en þú hendir honum í ruslið (að því gefnu að hann sé ekki allur í meiki. Dö).
GO!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.