Örbylgjuofninn er á mörgum heimilum óttalegt óþarfaþing sem aðallega er notað til að poppa óhollt örbylgjupopp inn á milli. En það má bæta úr þessu! Hér eru 10 snjallræði fyrir öbbarann. Þetta kemur á óvart.
1. Hresstu plönturnar við
Pottaplöntur eru að koma sterkar inn þessi misserin. Þú getur sótthreinsað moldina með því að hita hana aðeins upp í örbylgjuofni áður en þú umpottar. Mælt er með 90 sekúndum á kíló.
2. Af með miðann og frímerkin
Ef þú ert frímerkjasafnari (sem er kannski ekki líklegt) þá geturðu fjarlægt frímerki af bréfi með því að láta dropa af vatni á það og setja það svo í 10-15 sekúndur í örbylgjuofninn. Þetta er líka gott til að losa burtu aðra límmiða.
3. Sótthreinsaðu svampa
Svamparnir sem við notum í uppvaskið. Ef þú skellir honum í örbylgjuna þá drepurðu 99,9% af öllum örverum og bakteríum sem þar kunna að leynast. Settu vatn í svampinn og skelltu honum í örbylgjuna í 60 sekúndur.
4. Búðu til heita bakstra
Klipptu endan af gömlum sokki, fylltu hann með ósoðnum hrísgrjónum og saumaðu fyrir. Nú ertu komin með heitan bakstur sem þú getur lagt á auma vöðva og þetta má nota aftur og aftur. Einnig má bæta við nokkrum lavender dropum í grjónin.
5. Hart brauð ekki lengur hart
Ef þú ert með brauð sem gleymdist óvart í opnum poka og er orðið hálf hart þá geturðu vafið því í blautt tissjú og sett í örbylgjuna í 20 sek. Það kemur út eins og nýbakað.
6. Púðursykurinn mjúkur
Tissjútrikkið virkar líka á púðursykur sem er orðinn að einum klumpi. Bleyttu pappír og settu í boxið með púðursykrinum. Bleytan úr pappírnum fer í sykurinn sem verður lunga mjúkur.
7. Bakaðu köku
Nennir þú ekki að baka en langar samt að slá aðeins um þig? Þú getur gert köku fyrir einn á aðeins fimm mínútum með innihaldi sem þú átt eflaust núna til í skápnum.
8. Flysjaðu hvítlauk án vandræða
Það er ótrúlega leiðinlegt að afhýða hvítlauk. Mögulega með því leiðinlegasta sem maður gerir í eldhúsi. Það þarf samt ekki að vera það. Settu hvítlaukinn í örbylgjuna í 15 sekúndur og það verður mun auðveldara að ná hýðinu af.
9. Safagerðin
Settu appelsínu eða sítrónu í örbylgjuna í 10-15 sekúndur áður en þú gerir safa, þannig mun allt renna úr ávextinum á augabragði.
10. DIY ristaðar hnetur
Settu hnetur í skál, ögn af olíu og hitaðu í eina mínútu með millibili meðan þú hrærir. Reiknaðu með fimm mínútum. Trikkið virkar líka fyrir graskersfræ og sólbólmafræ.
Gaman að þessu! Og mundu… sharing is caring 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.