Þegar ég var að fletta í gegnum norskt hönnunarblogg á dögunum þá rakst ég á orðið ‘islandsk’ í einni fyrirsögninni og að sjálfsögðu smellti ég á ‘lesa meira…’ hnappinn…
…Þessi grein fjallaði um fallegt heimili rétt utan við Reykjavík þar sem fjögurra manna fjölskylda býr.
Rétt utan við Reykjavík er að finna gimstein. Hús þar sem ljós, falleg hönnun og mismundandi efni mætast á einstakan hátt en húsið er staðsett í harðgerðri náttúru Íslands. Þetta hús er afrakstur samstarfs íslensk arkitekts við íslenskan innanhúshönnuð.
Þetta er arkitektinn Inga Sigurjónsdóttir og innanhúshönnuðurinn Ruth Káradóttir.
Húsið er 270 fermetrar með stórum gluggum þar sem fallegt útsýni yfir kletta og gróður nýtur sín. Húsið er byggt 2003 og er á tvemur hæðum. Dagsbirtan fær að streyma í gegn um húsið þar sem íslensk myndlist þekur veggina.
Gaman að rekast á svona grein þar sem íslenskir hönnuðir fá athygli.
:heimild hér.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.