Mikið hefur færst í aukana að fólk smíði sér arinn í garðinn sinn. Þá eru hlaðnir mjög vinsælir því þeir eru grófari og njóta sín afar vel í trjávöxnu umhverfi.
Eins er fólk farið að útbúa sér stað fyrir grillinn og smella þá jafnvel upp eldhúsaðstöðu út í garði. Það eru þá helst þeir sem elska grillmat, njóta þess að elda úti allt sumarið eða jafnvel allt árið um kring. Fjölbreytileikinn er ótrúlegur í þessum efnum og margar útgáfur mjög flottar. Þannig að ef þú ert að spá í breytingar fyrir garðinn þinn þá er þetta rétti tíminn til að byrja að huga að því, svo allt verði tilbúið í sumar!!
Smelltu á myndirnar til að sjá flottar hugmyndir að úti eldhúsum.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.