Skartgripir og glingur er eitthvað sem flestar eiga í vandræðum með að geyma vel á heimilinu.
Hér eru nokkur skotheld ráð um hvernig er best að hafa þessa gripi á heimilinu svo að auðvelt sé að raða og ráðstafa.
Hafðu skartið áberandi
Þú minnkar stressið sem fylgir því stundum að hafa sig til með því að geta auðveldlega valið út skart sem fer vel saman. Þessvegna skaltu velja geymslustaði sem þú getur fest upp á vegg, eða látið standa á borði. Þetta er líka bara fallegt, hvort sem er inni á baði, í fata eða svefnherbergi. Sérsmíðaða skartgripi skaltu hinsvegar geyma sérstaklega til að verja þá fyrir ryki og öðru hnjaski.
Hálsfestar
Þær er best að geyma á sér krókum svo þær flækist ekki hver í annari. Þetta hjálpar líka til við að velja þá flottustu eða para þær saman. Það fer eftir því hvað þú átt mikið pláss heima hjá þér en hálsfestar má t.d. hengja innan á hurð í fataskáp eða á einhverskonar snaga.
Armbönd
Þau flækjast ekki eins auðveldlega saman og hálsfestar og því er gott að láta þau annaðhvort standa á þar til gerðum standi ofan á kommóðu eða borði eða raða þeim í hólf ofan í skúffu. Í Ikea og Bauhaus er hægt að fá margskonar geymslukassa.
Stærri armbönd eða ‘bangles’ mætti t.d. setja á einhverskonar ‘eldhúsrúllu’ stand eða í fallega skál.
Eyrnalokkar
Eyrnalokka ætti alltaf að geyma á sér stað. Annaðhvort ofan í skúffu, innan á skápahurð eða einhverjum stað þar sem hægt er að para þá saman og láta þá hanga niður. Þá er gott að geyma auka festingar fyrir litla lokka og festa pörin saman.
Smelltu á myndirnar í galleríinu til að sjá hvernig hægt er að útfæra geymslustaði fyrir skartið.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.