Íslendingar eru að komast upp á lagið með að kaupa ferskar matjurtir og fást ýmsar tegundir í matvöruverslunum landsins.
Fyrir nokkru skrifuðu Pjattrófurnar færslu um hvernig er hægt að láta matjurtir endast lengur en þeir sem hafa prófað þetta ráð vita væntanlega að það svínvirkar og endast jurtirnar miklu lengur en að geyma þær í boxunum.
Í ameríkunni er að sjálfsögðu hægt að kaupa “gadget” sem gerir það sama og féll ég algjörlega fyrir því. Nú er efst á pöntunarlistanum að eignast svona græju en Oprah kaus Herb Saver sem eitt af tækjum ársins árið 2010.
Allar vörurnar sem eru seldar á heimsíðu fyrirtækisins Prepara koma með fimm ára ábyrgð þannig að gera má ráð fyrir að þetta séu góður vörur en heimasíðan er stútfullt af flottum vörum sem vert er að kíkja á.
Hér er svo myndband sem sýnir hvernig ísskápagróðurhúsið lítur út og virkar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4ZvU0T-a7WM[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.