Það þarf ekki alltaf að kaupa allt nýtt þegar búa til á svæði fyrir heimaskrifstofu
Hægt er að nýta gömul skrifborð, gamla ramma, gamlar hillur eða jafnvel fara enn lengra og næla sér í gamlar hurðar eða glugga og búa til skemmtilegar minnistöflur úr þeim.
Þessi hurð á myndinni fyrir ofan var bæsuð og lökkuð. Inn á milli er búið að mála með krítarmálningu svo auðvelt er að nota þessa fallegu og sjarmerandi hurð sem krítartöflu…mega smart!
Skemmtilegast er þó þegar gömlum hlutum er raðað upp á þann máta að allt smellur saman, þrátt fyrir að hlutirnir séu allir úr hinum og þessum áttum. Það kemur með einstaka stemningu í rýmið og gerir það meira aðlaðandi.
Gömlu hlutirnir geyma oft líka skemmtilegar minningar hjá eigandanum svo það er um að gera að leyfa þeim að njóta sín. Ef húsgagnið er þreytt þá er svo lítið mál að flikka upp á það með því að pússa örlítið yfir það, lakka það eða bæsa.
Um að gera að nota ýmindunaraflið og vera óhrædd að blanda saman fallegum hlutum… nýjum sem gömlum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.