Pottaplöntur og blóm á heimilið er eitthvað sem aldrei fer úr tísku og er alltaf fallegt. Nú þegar byrjar að kólna úti er alveg tilvalið að flytja smá græna orku inn á heimilið.
Það er heldur betur búið að sanna kosti þess að hafa lifandi plöntur á heimilinu og því um að gera að gera pláss fyrir eins og eina plöntu eða splæsa í einn fallegan blómvönd. Maður getur jú alltaf á sig blómum bætt.
Hér eru nokkrar myndir af Pinterest. Smá innblástur fyrir komandi vetur.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.