Margir eru í vandræðum með plássið undir stiganum í tveggja hæða húsum…
…en það er hægt að nýta það á góðan hátt með því að skella hillum undir hann, nú eða loka rýminu og nýta það sem skáp. Oft er fólk í vandræðum hvar það á að geyma bækurnar sínar, geisladiskana, jólaskrautið nú eða vetrarföt barnanna. Þarna er snilldarlausn fyrir þá sem vantar auka geymslupláss.
Hillur undir stiga eru einnig ótrúlega smart einar og sér með vel völdum fylgihlutum til sýnis eins og sést á þessari fallegu mynd.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.