Það er fátt notalegra en að eiga fallegan garð
Til að garðurinn sé hinn fallegasti er nauðsynlegt að nostra aðeins við hann og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. Eins er gott að hugsa um þægindin og hvernig þú vilt eyða sumrinu í garðinum þínum. Langar þig að flatmaga í sólinni (þegar hún lætur sjá sig) á legubekk? Eða viltu geta boðið fólki í grill út í garði?
Blómapottar eru margir hverjir ferlega smart og gera oft gæfumuninn í fegurð garðsins. Eins eru bastrólur vinsælar, en þar er þægilegt að sitja með góða bók og lesa. Nauðsynlegt er að hafa fallega púða, teppi og kertaluktir til að garðurinn fái líka að njóta sín að kvöldlagi.
Útihúsgögn eru til í mörgum útfærslum og eru viðar húsgögnin þau allra þekktustu hér á landi. En fléttuð plasthúsgögn með álgrindum hafa líka komið ansi sterkt inn. Enda eru þau þægileg og ofsalega falleg. Passa þarf þó að geyma þau inni yfir vetrartímann því þau þola ekki miklar veðrabreytingar. Eins koma fléttuðu plasthúsgögnin í fallegum brúntóna eða grátóna litum sem passa fullkomlega inn í garðinn.
Hérna sjáiði nokkrar flottar hugmyndir fyrir garðinn/pallinn
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.