Það getur verið vandasamt að velja sér sófa, á hann að vera úr leðri, efni, lausar pullur, hornsófi, breiður, kósí með eða án lazy-boy og fleira og fleira.
Algengt er að spyrjast fyrir um endingartíma efnisins, hvort sófinn breyti um lit þegar sólin skín á hann og hvort hann sé í einhversskonar ábyrgð en þegar upp er staðið eru þetta í raun yfirborðskenndar spurningar sem svara frekar litlu ef maður fer að hugsa út í það.
Í staðinn fyrir að spyrja staðlaðra spurninga spurðu frekar:
- Hvernig þríf ég sófann ef tveggja ára guttinn minn pissar í sófann?
- Hvað geri ég ef að hundurinn minn slefar á sófann?
Sem sagt, taktu raunveruleg dæmi um hvað er líklegt að gerist við sófann og hvað hefur komið fyrir þann gamla sem gerir það að verkum að þú þarft að endurnýja hann.
Best er að geta fengið heim prufur af efni og hreinlega prófa efnið heima.
- Þurrka með blautum klút yfir efnið og athuga hvað gerist.
- Skoða prufuna í mismunandi birtu.
- Ef þú átt hund, nuddaðu hreinlega prufunni upp að hundinum og athugaðu hvernig hárin festast í efninu og hvort það sé auðvelt að þrífa þau í burtu.
Notaðu hugmyndaflugið!
Sófar í dag geta kostað hálfa milljón eða meira og við viljum að endingartíminn sé ekki tvö til þrjú ár. Vertu virkur viðskiptavinur og gerðu kröfur, vandaðu valið og keyptu rétta sófann fyrir þig.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.