1. Enginn hlutur er of dýrmætur til að hann sé ekki notaður
Ég á ekki mikið af dýrum og fallegum skrautmunum, en það sem ég á nýt ég þess að hafa uppi við og er ekki of hrædd til þess að nota það dags daglega. Fallegu hlutirnir ættu að vera uppi við þar sem við getum notið þeirra á hverjum degi. Einhverjir hlutir munu beyglast, skemmast eða annað svo sjái á hlutnum, en það er það sem gefur hlutunum okkar þeirra eigin sögu og karakter. Ef einhver hlutur eyðileggst þá er mikilvægt að muna að enginn hlutur er eins mikilvægur og manneskjan sem (mjög líklega óvart) skemmdi hlutinn.
2. Hleyptu lífi inn á heimilið
Lifandi hlutir gera gífurlega mikið fyrir lífsorkuna inn á heimilinu. Hvort sem þú kemur inn með lifandi plöntur eða gæludýr þá er þetta líf mikið dýrmætara en hvaða húsgagn sem þú getur keypt. Það hefur jákvæð áhrif á fólk að hugsa um annað líf, losar um stress og streytu. Auk þess eykur það fegurð heimilisins sem lætur þér líða vel.
3. Fersk afskorin blóm geta leyst vandann
Hvort sem þau eru glæsileg blóm úr blómabúð eða hversdagsleg blóm sem þú týnir í göngutúrnum þínum, geta blóm fegrað heimilið og gefið gleði. Í herbergjum þar sem andrúmloftið er flatt og leiðinlegt er gott að opna glugga og koma inn með afskorin blóm, þú finnur strax muninn.
4. Komdu fram við sjálfa þig eins og gest
Þegar þú veist að þú átt von á gestum þá eru allar líkur á að þú þrífir heimilið extra vel og gerir aðra smáhluti sem lætur gestum líða vel. Eins og til dæmis bera fram mat í fallegum ílátum, setja fram mjúku gesta handklæðin, kveikja á ilmkerti svo húsið ilmi dásamlega og fleira í þeim dúr. Þetta lætur þér líka líða vel svo í staðinn fyrir að geyma þetta allt fyrir gestina hvernig væri þá að gera þetta fyrir þig? Ef þú kemur fram við sjálfa þig eins og þú sért sérstök og merkileg heima hjá þér þá mun það koma fram í aukinni gleði og þér mun líða betur heima hjá þér.
5. Umkringdu þig hlutum sem þér þykir vænt um
Flestir eiga hluti sem þeim þykir sérlega vænt um. Mögulega er einhver saga á bak við hlutinn sem lætur þér líða vel og gefur þér hamingju. Mikilvægt er að finna góða leið til þess að stilla hlutunum upp svo þú getir séð þá helst á hverjum degi. Hvort sem þetta er ákveðin mynd, flík, húsgagn eða annað er örugglega hægt að stilla því upp þannig að hluturinn fegri heimilið og geri það persónulegra.
6. Fjárfestu í hlutum sem snerta hjartað þitt
Það er ekki gáfulegt að kaupa það dýrasta og flottasta í öllu og það er ekki leiðin að hamingjunni fyrir flesta. En stundum, þegar við vitum að við værum virkilega ánægðari með dýra hlutinn í lífinu okkar, er það fjárfesting sem vert er að taka. Ef þú hittir á einstakan hlut sem þú veist að mun virkilega auðga líf þitt ættiru að treysta hjartanu. Sem dæmi þá fjárfesti ég í drauma parketinu mínu þegar ég var að innrétta heimilið mitt. Það var ekki það ódýrasta á markaðinum en ekki heldur dýrast, einfaldlega það sem mig langaði í óháð verði. Ég er endalaust hamingjusöm með það og ef ég þarf einhverntíman að flytja þá mun ég helst vilja taka það með mér.
7. Gerðu heimilið að hreiðri
Mikilvægt er að eiga stað á heimilinu þar sem fjölskyldan getur komið saman og notið félagsskapar hvers annars. Þetta er ykkar staður þar sem þið slappið af og eruð þið sjálf. Leyfðu því hreiðrinu að endurspegla ykkar áhugamál, smekk og þarfir.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com