Þetta krúttlega hús er eins shabby chic og hægt er. Allt er endurunnið, pússað upp og spaslað í hólf og gólf. Algjörlega yndislegt! Hver væri ekki til í helgarferðir í svona krúttlegan kofa?
Hlutirnir eru líka ótrúlega flottir, vel settir saman og litastemningin góð. Stórir mjúkir stólar og falleg kamína prýða stofuna.
Ég sé þetta alveg í hillingum. Rigning og rok úti, góð bók í hönd og snarklandi eldur í kamínunni. Dásamleg hugsun! Ahhhh….

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.