Smá Mad Men stemmning á heimilið í vetur?
Þó ég sjálf sé ekki mikið fyrir þennan stíl þá er mjög skemmtilegt að sjá hvað margt er í boði fyrir fólk sem vill veggfóður. Óteljandi möguleikar eru í boði og hægt er að finna nánast hvað sem er. Hægt er að lífga upp á hvaða rými sem er með smá hugmyndaflugi hvort sem það eru heimili, tískufatabúðir eða jafnvel skrifstofur. Litaúrvalið er mikið og litríkt hjá þeim Graham & Brown design.
Hægt er að sjá úrvalið hér og versla online.
Nú er bara um að gera að „go wild“ og skella sér á veggfóður

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.