Þessi skemmtilega íbúð var hönnuð fyrir listrænt par sem vinnur heima á daginn en getur lokað þaf þegar það koma gestir.
Niðurstaðan var að setja sjónvarpið og allt sem því tengist innst á vegg og þar við hliðiná er skrifborð og hirslur fyrir teikningar. Rennihurðar skilja svo sjónvarpsaðstöðuna og vinnuaðstöðuna af. Bráðsniðugt!
Eins byggðu þau stigahandrið á milli hæðanna úr 20 þúsund LEGO kubbum. En á neðri hæðinni er herbergi unglingsins. Veggirnir þar eru málaðir í skemmtilegum stíl.
Mjög frísklegt og skemmtileg húsnæði!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.