Ástralska hönnunarstofan Steve Domoney Architecture vann verðlaun á dögunum fyrir hönnun sína á Robinson Road húsinu sem er staðsett í Melbourne Ástralíu.
Verðlaunin voru frá tímaritinu Abode Magazine, hús ársins 2012! Ekki amarleg verðlaun það. En þau áttu það fullkomlega skilið því húsið sýnir fullkomið jafnvægi á milli forma, stærðar, lita og fínleika.
Sundlaugin setur líka sinn svip á heildarmyndina en hún sést vel út um stofugluggann og á að skapa rómantíska stemningu þar inni er þú lítur út um gluggann, veita róandi tilfinningu þar sem lítill gosbrunnur er við vegg hússins og út í sundlaugina enda voða næs og friðsælt að heyra í vatnstraumi.
Innréttingarnar eru hvítar og gólfin dökk. Takið eftir stiganum á milli hæðanna, hann er með fallegu dökku eikarparketi á móti flísum á stofugólfinu. Það gefur miðrýminu mýkt og hlýju. Sami viður er í smá hluta af baðherbergis innréttingunni og kemur það mjög vel út. Fataherbergið er ekki af verri endanum en það er innréttað í hvítum innréttingum með nóg af skápaplássi og skipulagið mjög gott.
Veröndin er algjörlega glæsileg og eflaust ekki slæmt að sóla sig þarna úti á góðum dögum Þetta hús fær algjörlega fullt hús stiga fyrir hönnun!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.