Þetta hús er ævintýri líkast enda hefur það um árabil verið ein glæsilegasta villa landsins.
Húsið er hannað af arkitektinum Högnu Sigurðardóttur sem á sínum tíma þótti nokkuð langt á undan sinni samtíð, að minnsta kosti miðað við það sem gerist og gengur á Íslandi. Húsið hefur fengið ótal verðlaun en árið 1974 valdi Reykjavíkurborg þetta hús eftir Högnu, – Fallegasta bygging borgarinnar.
Húsið er 307 fermetrar, á tveimur hæðum með svölum á þaki. Á jarðhæðinni er sundlaug, fataherbergi, sturtur, arinstæði, salerni, tvö svefnherberbergi en líka risastórt billjardborð og fleira fínerí.
Þessi fallegi stóll er mjög táknrænn fyrir tímabilið sem húsið er hannað á. Það sama gildir fyrir borðið. Hönnunarperlur!
Látum myndirnar tala sínu máli…
Þess ber að geta að slotið er til leigu og þú getur fundið frekari upplýsingar á Airbnb!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.