Það vefst fyrir mörgum hvernig best sé að skreyta veggina heima hjá sér.
Margir horfa á tóma veggina og eru hreinlega hugmyndalausir þegar kemur að því að velja myndir eða annað efni til að gera heimilið persónulegra, hlýlegra og að einni heild.
Ég tók saman myndir af velheppnuðu veggjaskrauti til að sýna hversu auðvelt er að gera flottan vegg án mikillar fyrirhafnar.
Hérna er búið að raða römmunum mjög þétt og setja saman myndir af gömlum leikurum og öðrum töff myndum sem að eigandinn hefur fundið á netinu. Útkoman er vægast sagt mjög smart!
Þessi veggur er aðeins öðruvísi en við erum vön en afar einföld útfærsla. Sniðugt er að mála nokkra ramma í sama lit og veggurinn og skreyta vegginn þannig. Útkoman er dularfull og spennandi. Það er til dæmis hægt að finna marga fallega ramma í Kolaportinu eða Góða hirðinum fyrir lítinn pening.
Þetta er einstaklega auðveld og skemmtileg lausn sem kemur með smá húmor inn í svefnherbergið. Svo kostar þetta ekki margar krónur. Snilld!
Minimalistinn og sá sem vill hafa allt í röð og reglu ætti að skoða þessa æðislegu útfærslu. Hérna er 12 hvítum römmum raðað saman sem sýna skemmtilegar fjölskyldumyndir. Sérlega smart.
Veggfóður hefur notð vinsælda á undanförnum árum. Sérstaklega þau veggfóður sem eru í þrívídd eða með flottu munstri. Hérna er það sett á pláss sem er ónýtt við stigagang og kemur ansi vel út.
Loks eru það postulínsdiskarnir. Þessi hugmynd er alveg meiriháttar flott og sérstaklega á svona dökkum vegg. Diskarnir njóta sín vel og skapa flotta stemningu.
Flottir veggir geta gert heilmikið fyrir útlitið á heimilinu, svo nú er bara að hefjast handa.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.