Þessi fallega íbúð er við Valhallarveg 67 í Stokkhólmi, eða Valhallavägen eins og gatan heitir á sænsku.
Hún er einstkalega módern og minimalísk og í henni er að finna svona þetta helsta sem heillar interior-bloggara í dag enda svíar yfirleitt fremstir meðal jafningja í þessum málum, verandi heimaland IKEA sem í raun sér flestum jarðarbúum fyrir húsgögnum í dag. Að minnsta kosti vesturlandabúum.
Hér eru gluggakisturnar úr fallegum dökkum marmara. Upprunalegir ofnar hafa verið pússaðir upp og málaðir hvítir. Hurðarhúnar og annað í húsinu er jafnframt frá miðri síðustu öld.
Sófinn er bæði kósý og smekklegur en veggina prýða svart-hvítar ljósmyndir sem kallast þægilega á við koparlitaða Tom Dixon ljósakrónuna og skálina á borðinu. Áferðir og mynstur spila skemmtilega saman.
Taktu eftir skrautinu í glugganum, stór græn flaska. Bækurnar í hillunni virðast allar vera bara upp á punt, nema eigandinn sé svona ofsalega hrifinn af eldgömlum bókum sem voru prentaðar fyrir tíma litaprentarans 😉
Eldhúsinnréttingin er mjög smart. Svört með háglans borðplötu og hvítum háglansandi vegg í bakgrunni.
Taktu eftir borðstofuborðinu og stólunum. Mjög falleg upprunaleg mubla. Hurðin hefur líka verið látin óáreitt og bréfalúgan á henni er voða krúttleg eitthvað. Vasinn á borðinu er fallegur með greinunum í en taktu eftir að sumar bækurnar í bókahillunni snúa með síðurnar fram. Sérstakt.
Yfir það heila – mjög smekkleg, einföld og klassísk nútímaíbúð í Stokkhólmi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.