Í tilefni af landsmótsballi hestamanna um helgina finnst mér skemmtilega viðeigandi að birta þessar myndir sem teknar eru í Tilty Hill Barn í Essex héraði í Englandi.
Arkitektinn John Pawson’s tók þessa gömlu hlöðu í gegn með einstökum árangri en Tilty Hill hlaðan rekur uppruna sinn til 18 aldar. Húsið er allt á einni hæð og er umkringt friðsælum skógi, dæmigerðum enskum hlíðum og svo eru þarna hestar.
Það skemmtilega er að áhugasamir geta leigt húsið í gegnum The Wow House Company.
Eflaust draumur fyrir hestafólk að skella sér til Englands, leigja húsið og fara jafnvel í elegant útreiðartúr um ensku sveitina í leiðinni, svona ‘Jane Austin style’.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.