Það er alltaf gaman að skoða vel heppnaðar íbúðir/hús og þetta hús er algjört listaverk!
Þar sem fólk fer örlítið út fyrir normið og skreytir híbýlin sín á persónulegan hátt. Þegar ég tala um normið þá eru það hvítir veggir, parket á stærstu svæðum íbúðar og flísar á baðherbergjum.
Ég rakst á þessa fallegu íbúð á ferð minni um netheima núna um daginn og heillaðist algjörlega af veggjunum. Þarna er flísum, viðarplönkum og litum blandað listavel saman. Það sama má segja um gólfefnin en þrívíddar flísar prýða stóran hluta af gólfi íbúðarinnar. Verulega skemmtileg samsetning.
Húsgögnin eru frekar þung en fylgihlutir þeirra og listaverk eru létt og gefa skemmtilega heildar stemningu á rýmið. Taktu eftir samspili veggja og gólfefna. Mjög nútímalegt en samt hlýlegt og verulega töff samsetning.
Flísarnar í eldhúsinu njóta sín ótrúlega vel með einföldu nútímalegu innréttingunum, taktu líka eftir gyllta vasanum, algjör dásemd!
Ekki eru púðarnir í sófanum á verri endanum! En þarna príða þeir Brad Pitt, Tom Selleck, Patrick Swayze og Clint Eastwood sófann. Þrælgóð samvera í þessum sófa verð ég nú að segja. Listaverkin eru víða um íbúðina og koma þrælvel út.
Baðherbergið er öðruvísi og alveg fáránlega flott! Flott og öðruvísi hönnun. Taktu eftir smáatriðunum, lýsingunni og flottri samsetningu á litum, efnisvali og hönnun.
Skemmtileg íbúð, með flottum smáatriðum sem gleðja augað!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.